Leikskólabörn teiknuðu sólríkar myndir af bæjarstjóranum!
Föngulegur hópur leikskólabarna kom í heimsókn á bæjarskrifstofurnarí Grindavík í fyrradag. Börnin höfðu hvert og eitt teiknað mynd af bæjarstjóranum og bundið þær haganlega inn í litla myndamöppu, sem þau færðu honum svo að gjöf.Myndirnar eru sérlega fjölbreytilegar, sólríkar og skemmtilegar.
Bæjarstjóri kunni þeim auðvitað bestu þakkir og spjallaði drjúga stund við börnin um hlutverk bæjarins, uppruna geithafursins í merki Grindavíkurbæjar og sitthvað fleira.
Að lokum fékk smáfólkið kókómjólk, kleinuhringi og svolítinn glaðning. Bæjarstjóri og starfsfólk skrifstofunnar þakkar fyrir skemmtilega heimsókn.
Sjá myndir frá heimsókninni á vef Grindavíkurbæjar.
Bæjarstjóri kunni þeim auðvitað bestu þakkir og spjallaði drjúga stund við börnin um hlutverk bæjarins, uppruna geithafursins í merki Grindavíkurbæjar og sitthvað fleira.
Að lokum fékk smáfólkið kókómjólk, kleinuhringi og svolítinn glaðning. Bæjarstjóri og starfsfólk skrifstofunnar þakkar fyrir skemmtilega heimsókn.
Sjá myndir frá heimsókninni á vef Grindavíkurbæjar.