Leikskólabörn á fundi með bæjarstjóra
Börn á elstu deild leikskólans Tjarnarsels komu í vikunni á fund Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Á fundinum báru þau upp þá hugmynd að sett verði upp skilti við útsýnispallinn á milli tröllanna Steins og Sleggju við Bakkalág. Þar vilja þau að lesa megi um tilurð pallsins og söguna. Útsýnispallurinn var einmitt hugmynd sem börn af leikskólanum Tjarnarseli komu með til bæjaryfirvalda vorið 2005. Börnin færðu bæjarstjóra einnig fullt af fallegum tröllamyndum og sungu skemmtilegt skólalag.
Nánar má lesa um heimsóknina á vef Reykjanesbæjar.