Leikritið Morð sýnt í Sandgerði
- Sýning í samstarfi við Þjóðleik
Leikhópurinn Ludo sýnir leikritið Morð í Samkomuhúsinu í Sandgerði annað kvöld, fimmtudagskvöldið 27. apríl. Leikritið er eftir Ævar Þór Benediktsson. Leikhópurinn hefur æft stíft í vetur og verður sýningin á morgun sú eina í Sandgerði.
Sýningin er í samstarfi við Þjóðleik en það er verkefni á vegum Þjóðleikhússins. Markmið verkefnisins er að tengja Þjóðleikhúsið á lifandi hátt við ungt fólk á landsbyggðinni og efla þannig bæði áhuga þeirra og þekkingu á listforminu.
Leikritið er fyrir áhorfendur 10 ára og eldri og hefst klukkan 20:00.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				