Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikmenn Grindavíkur styrkja Frank Bergmann
Þriðjudagur 30. júní 2009 kl. 10:54

Leikmenn Grindavíkur styrkja Frank Bergmann

Leikmenn Grindavíkur afhentu í gær Frank Bergmann Brynjarssyni hluta af aðgangseyri á leik Grindavíkur og Keflavíkur síðasta sunnudag. Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði og Ray Anthony Jónsson varafyrirliði afhentu Frank upphæðina fyrir hönd liðsins og óskuðu honum velfarnaðar í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm en Frank heldur til Svíþjóðar í vikunni á nýjan leik til læknismeðferðar. Frank þakkaði sínu uppáhaldsfélagi kærlega fyrir stuðninginn og tók í höndina á hverjum einasta leikmanni liðsins. Myndin var tekin í búningsklefa Grindavíkur af Frank og Grindavíkurliðinu í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024