Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena vinna saman að söngleik
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 08:32

Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena vinna saman að söngleik

Nú í haust munu Leikfélag Keflavíkur og Leikfélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja vinna saman að uppsetningu á söngleik sem áætlað er að frumsýna í Frumleikhúsinu um miðjan október. Þetta er í annað sinn sem þessi félög vinna saman en fyrir nokkrum árum var söngleikurinn Grettir samstarfsverkefni félaganna í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar.

Þriðjudaginn 7. september kl. 20.00 verður haldinn kynningarfundur í Frumleikhúsinu þar sem stjórnir félaganna munu tilkynna hvaða verk verður tekið fyrir og hver kemur til með að leikstýra. Félögin hvetja sitt fólk til að mæta og fylgjast með en þátttaka er öllum opin sem eru á 16. aldursári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlökkum til að sjá sem flesta félaga Leikfélags Keflavíkur og Vox Arena.

Stjórnirnar.