Leikfélag Keflavíkur með aukasýningar
- á jólaleikritinu í Frumleikhúsinu
Sl. helgi bauð Leikfélag Keflavíkur uppá ókeypis jólasýningu fyrir alla Suðurnesjamenn. Troðfullt var út úr dyrum og gestir skemmtu sér frábærlega. Það er unglingadeild félagsins sem setur verki á svið en það er skrifað af leikfélagsmeðlimunum Jóni Bjarna og Arnóri Sindra en þeir félagar leikstýra hópnum undir leiðsögn Gustavs Helga. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar laugardaginn 18. des og sunnud. 19. des. Sýningarnar hefjast kl. 14.00 og er frítt inn fyrir alla. Kaffi, djús og piparkökur í boði.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Leikfélags Keflavíkur.