Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir hryllingssöngleik
Fimmtudagur 12. mars 2009 kl. 11:43

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir hryllingssöngleik


Annað kvöld, föstudagskvöldið 13. mars, mun Leikfélag Keflavíku frumsýna hryllingssöngleikinn Hin illa dauðu sem byggður er á hryllingsmyndunum Evil dead I,II og III. Nokkrir leikfélagsmeðlimir réðust í þýðingu á verkinu nú eftir áramótin og réðu leikstórann Guðmund Þorvaldsson til að leikstýra.

Tónlistarstjórn sýningarinnar er í höndum Júlíusar Guðmundssonar eins og oft áður en hann annaðist einnig allan undirleik. Bæði reyndir sem og óreyndir leikarar halda sýningunni á lofti með leik, söng og dansi. Þá munu sviðsbrellur ýmiskonar gleðja augu áhorfenda.  Markhópur þessarar sýningar er frá unglingum og upp úr, viðkvæma sem óviðkvæma enda góð blanda af  hryllingi, söng, alvöru og meinfyndnum atriðum í þessu verki, segir í tilkynningu.

Leikfélag Keflavíkur hefur á undanförnum árum talist eitt öflugasta áhugaleikfélag  landsins en félagið hefur sett á svið margar metnaðarfullar sýningar. Félagið hefur óhikað þorað að taka áhættu á óþekktum verkum sem og veigamiklum þekktum sýningum og ráðið til starfa þekkta leikstjóra sem og unga og óreynda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024