Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:23

LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR, OLIVER OG AFMÆLISKAFFI

Hjá Leikfélagi Keflavíkur standa nú yfir æfingar á söngleiknum Oliver í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar, en hann hefur áður leikstýrt leikritinu Stræti hjá félaginu. Tónlistarstjóri er Einar Örn Einarsson. Alls taka um 35 leikarar þátt í þessari uppsetningu og eru á öllum aldri, börn unglingar og fullorðnir. Að sögn Þrastar leikstjóra ganga æfingar vel og er stefnt að frumsýningu þann 30. október. Þann 4. október nk. verða liðin 2 ár frá opnun Frumleikhússins og í tilefni af því verður opið hús sunnudaginn 3. október frá kl 13:00. Þá gefst bæjarbúum kostur á að kíkja í kaffi og kökur og fylgjast með þeirri vinnu sem fram fer í Frumleikhúsinu þennan dag. Einnig viljum við hjá LK minna á að alltaf er þörf fyrir duglegt og áhugasamt fólk í hin ýmsu störf svo sem sviðsvinnu, förðun, hárgreiðslu, tæknivinnu og margt fleira. Sjáumst á sunnudaginn. Félagar í Leikfélagi Keflavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024