Leikarastóð fagnar Dauða kettinum!
Nokkrir þjóðþekktir leikarar hafa í kvöld verið að sjást á meðal gesta Ljósanætur í Reykjanesbæ. Þetta fólk kom til Keflavíkur til að njóta dagsins og skoða afrakstur kvikmyndagerðar í Keflavík í sumar þar sem bíómyndin um Dauða köttinn var fest á filmu. Kristlaug María Sigurðardóttir, handritshöfundur, hélt kvikmyndagerðarfólkinu mikið boð heima hjá sér síðdegis þar sem meðal annars voru sýnd brot úr myndinni.Frumsýna átti Dauða köttinn á Ljósanótt, en af óviðráðanlegum ástæðum hefur frumsýningu verið frestað fram í október. Það fæst hins vegar meiri tími til eftirvinnslu og leikararnir sögðu myndina bara verða enn betri fyrir vikið.
Meðfylgjandi mynd var tekin af kvikmyndarhópnum á tröppunum við gamla Kirkjulund síðdegis í gær, laugardag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Meðfylgjandi mynd var tekin af kvikmyndarhópnum á tröppunum við gamla Kirkjulund síðdegis í gær, laugardag. VF-mynd: Hilmar Bragi