Leifur Heppni sviðsettur í Háaleitisskóla
Leifur Heppni Eiríksson og félagar voru á sviði Háaleitisskóla á Ásbrú í morgun. Í dag er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur og börnin í Háaleitisskóla mættu öll á sal í morgun og lásu ljóð, sungu og horfðu á leiksýningu sem nemendur í 5. og 6. bekk skólans settu upp.
Leikverkið var um Leif Heppna og landafundi hans. Mikið var lagt í búninga og leikmuni og var heilt víkingaskip á sviðinu, auk þess sem settir voru upp heimasmíðaðir víkingahjálmar og sverð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Háaleitisskóla á Ásbrú í morgun.
Börnin í skólanum fylgdust með af miklum áhuga.
Mikil vinna liggur í verkefni um Leif Heppna sem nú er á veggjum skólans.
Nemendur í 5. og 6. bekk í vígalegum víkingaklæðum og sumir með víkingahjálma á höfði.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson