Leiðsögumenn með fróðleik
Leiðsögumenn á Reykjanesi bjóða upp á ýmiss konar fróðleik í tengslum við Ljósanæturhátíðina 1.-4. sept. 2005 í Reykjanesbæ.
Í kvöld: Gönguferð um Innri-Njarðvík
Í kvöld Fimmtudaginn 1. sept. kl. 17.00 hefst ganga og sögulegur fróðleikur um Innri-Njarðvík. Byrjað verður inni í kirkjunni þar sem saga hennar verður rakin, að því loknu verður Byggðasafnið í Innri Njarðvík skoðað, þaðan verður gengið að gömlum brunni sem er í túninu fyrir neðan kirkjuna og að tóftum Hólmfastskots, síðan verður gengið að Garðbæ og sögu þess gerð skil, og þaðan verður gengið aftur að Innri Njarðvíkurkirkju og endað þar. Þetta er stuttur göngutúr,og mælt er með að fólk verði vel skóað því það getur orðið blautt að ganga í grasinu. Reynt verður að hafa þetta á léttum/alvarlegum nótum svo allir hafi gagn og gaman af.
Dagsskrá Leiðsögumanna í tengslum við Ljósanótt 2005
Innri-og Ytri-Njarðvík:
Laugardaginn 3.sept. kl. 10 verður fræðsla við Stekkjarkot, kynning á gömlum búskaparháttum. Íslendingur, víkingaskipið kynnt. Fræðsla um búsetu í Njarðvík, Fitjarnar, Bolafót og Hallgrím Pétursson.
Keflavík:
Laugardaginn 3. sept. kl. 13.00. Ganga og sögulegur fróðleikur um gamla bæinn Gangan hefst við kirkjuna, saga hennar rakin, gengið að minnismerkinu um brunann í Keflavík og síðan gengið áfram í gegnum gamla hlutann að Hafnargötunni (sem verður göngugata frá kl.12) að Pakkhúsinu, Fischerhúsi og að tóftum gömlu Keflavíkur, niður Grófina og endað við Duus hús. Létt ganga og mikill fróðleikur.
Rauðhöfðaganga:
Sunnudaginn 4.sept. kl.11.00 Gengið í fótspor Rauðhöfða sbr. þjóðsöguna, frá Hvalsneskirkju, gömlu þjóleiðina til Keflavíkur að Stakksgnípu í Keflavík þar sem hann er sagður hafa steypt sér í sjóinn í hvalslíki og synt upp í Hvalvatn ofan við Hvalfjörð. Mjög fallega vörðuð leið.
Rúta frá SBK í Reykjanesbæ kl. 10.30 að Hvalsneskirkju.
Gangan sjálf tekur um 21/2 tíma og er greiðfær.
Hafnir:
Sunnudaginn 4. sept. kl. 15.00. Ganga og sögulegur fróðleikur um menningu og mannlíf í Höfnum. Gangan og fróðleikurinn hefst við kirkjuna, ankerið úr Jamestown, strandið rakið, gengið að landnámsbænum, höfninni og Kotvogi. Stutt ganga en mikill fróðleikur.
Leiðsögumenn á Reykjanesi sjá um fræðsluna og stjórna hópum. Reynt verður að hafa fræðsluna þannig að allir hafi gagn og gaman af.
www.reykjanesguide.is
Í kvöld: Gönguferð um Innri-Njarðvík
Í kvöld Fimmtudaginn 1. sept. kl. 17.00 hefst ganga og sögulegur fróðleikur um Innri-Njarðvík. Byrjað verður inni í kirkjunni þar sem saga hennar verður rakin, að því loknu verður Byggðasafnið í Innri Njarðvík skoðað, þaðan verður gengið að gömlum brunni sem er í túninu fyrir neðan kirkjuna og að tóftum Hólmfastskots, síðan verður gengið að Garðbæ og sögu þess gerð skil, og þaðan verður gengið aftur að Innri Njarðvíkurkirkju og endað þar. Þetta er stuttur göngutúr,og mælt er með að fólk verði vel skóað því það getur orðið blautt að ganga í grasinu. Reynt verður að hafa þetta á léttum/alvarlegum nótum svo allir hafi gagn og gaman af.
Dagsskrá Leiðsögumanna í tengslum við Ljósanótt 2005
Innri-og Ytri-Njarðvík:
Laugardaginn 3.sept. kl. 10 verður fræðsla við Stekkjarkot, kynning á gömlum búskaparháttum. Íslendingur, víkingaskipið kynnt. Fræðsla um búsetu í Njarðvík, Fitjarnar, Bolafót og Hallgrím Pétursson.
Keflavík:
Laugardaginn 3. sept. kl. 13.00. Ganga og sögulegur fróðleikur um gamla bæinn Gangan hefst við kirkjuna, saga hennar rakin, gengið að minnismerkinu um brunann í Keflavík og síðan gengið áfram í gegnum gamla hlutann að Hafnargötunni (sem verður göngugata frá kl.12) að Pakkhúsinu, Fischerhúsi og að tóftum gömlu Keflavíkur, niður Grófina og endað við Duus hús. Létt ganga og mikill fróðleikur.
Rauðhöfðaganga:
Sunnudaginn 4.sept. kl.11.00 Gengið í fótspor Rauðhöfða sbr. þjóðsöguna, frá Hvalsneskirkju, gömlu þjóleiðina til Keflavíkur að Stakksgnípu í Keflavík þar sem hann er sagður hafa steypt sér í sjóinn í hvalslíki og synt upp í Hvalvatn ofan við Hvalfjörð. Mjög fallega vörðuð leið.
Rúta frá SBK í Reykjanesbæ kl. 10.30 að Hvalsneskirkju.
Gangan sjálf tekur um 21/2 tíma og er greiðfær.
Hafnir:
Sunnudaginn 4. sept. kl. 15.00. Ganga og sögulegur fróðleikur um menningu og mannlíf í Höfnum. Gangan og fróðleikurinn hefst við kirkjuna, ankerið úr Jamestown, strandið rakið, gengið að landnámsbænum, höfninni og Kotvogi. Stutt ganga en mikill fróðleikur.
Leiðsögumenn á Reykjanesi sjá um fræðsluna og stjórna hópum. Reynt verður að hafa fræðsluna þannig að allir hafi gagn og gaman af.
www.reykjanesguide.is