Leiðsögn listakonu á sunnudaginn
Sunnudaginn 25. nóvember kl.14.00 býður Listasafn Reykjanesbæjar öllum sem áhuga hafa til leiðsagnar listakonunnar Bjargar Örvar um sýningu hennar.
Sýning Bjargar er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Björg hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir sérkennileg málverk sem erfitt er að skilgreina, en hvort sem þau teljast náttúrumyndir eða ekki eru þau fyrst og fremst einstök.
Málverkasýning Bjargar Örvar opnaði 19. október og líkur henni 2. desember. Í Duushúsum er opið alla daga frá kl. 13.00-17.30 og aðgangur er ókeypis.
Sýning Bjargar er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Björg hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir sérkennileg málverk sem erfitt er að skilgreina, en hvort sem þau teljast náttúrumyndir eða ekki eru þau fyrst og fremst einstök.
Málverkasýning Bjargar Örvar opnaði 19. október og líkur henni 2. desember. Í Duushúsum er opið alla daga frá kl. 13.00-17.30 og aðgangur er ókeypis.