Leiðir og lendingar - ratleikur Grindavíkur 2009
Ratleikurinn er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá.
Í tilefni af því að 70 ár eru frá því að Hópið var grafið út til hafnargerðar er vert að minnast á lendingar, leiðarmerki og hafnargerð. Allt áþreifanlegir minnisvarðar þess sem var og nýst hefur sjófarendum. Ratleikurinn vísar á nokkra slíka staði. Fróðleikurinn byggir á bókinni Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I frá árinu 1890 eftir Odd. V. Gíslason, örnefnalýsingum og munnmælum fólks í Grindavík. Höfundur ratleiks Sigrún Jónsd. Franklín, sjf menningarmiðlun.
Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Saltfisksetrið ekki síðar en 19. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni 20. júní. Veglegir vinningar í boði. Ratleikskortið má finna í dagskrá Sjóarans síkáta á bls. 12 -13 sjá www.grindavik.is eða nálgast það í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík s. 4201190.
Nánari upplýsingar
Sigrún Jónsd. Franklín
sjf menningarmiðlun
www.sjfmenningarmidlun.is
[email protected]/gsm 6918828