Laxnessfjöðrin afhjúpuð í dag
Laxnessfjöðrin var afhjúpuð að viðstöddu fjölmenni í dag við gamla barnaskólann að Skólavegi í Keflavík. Viðstödd afhjúpunina var frú Auður Laxness, Sigríður Halldórsdóttir, dóttir Nóbelsskáldsins, listamaðurinn sem smíðaði fjöðrina, Erlingur Jónsson, og fjöldi annarra gesta. Flutt voru ávörp þar sem kom fram að þetta listaverk væri virðingarvottur Suðurnesjamanna við Nóbelsskáldið Halldór Laxness.Erlingur sem er nýkominn til landsins segir að sagan á bakvið Laxnessfjöðrina sé sérstök: “Fyrir mig er fjöðrin tákn andans sem svífur óheftur. Ég var einu sinni staddur vestur í Berufirði í Reykhólasveit, en þangað fer ég stundum á sumrin ef ég mögulega get. Eitt kvöldið var ég á labbi, en þetta var mjög yndislegt kvöld og kyrrð var yfir öllu og ég fann einhvern áhrifamátt frá umhverfinu. Þegar ég stóð þarna úti í þessu fallega umhverfi sá ég stóran Örn svífa þarna yfir og eins og Ernir eru, hafði hann allt á valdi sínu," segir Erlingur og bætir við að Örninn hafi flogið burt stuttu seinna. Erlingi fannst þessi sýn stórkostleg: “Mér datt í hug þegar ég horfði á Örninn svífa þarna yfir að svona væri Halldór Laxness fyrir okkur Íslendinga. Hann kom og hafði allt á valdi sínu með sinni óumræðilegu snilld," segir Erlingur.
Sama dag var Erlingur á gangi í fjörunni við Kinnastaði í Þorskafirði og gekk hann þá fram á Arnarfjöður: “Þegar ég tók fjöðrina upp hugsaði ég með mér að þetta væri Laxnessfjöðrin og þetta er sagan á bakvið listaverkið," segir Erlingur.
Eins og áður segir verður listaverkið vígt fyrir framan gamla barnaskólann klukkan 15 á laugardaginn, en Erlingur sem var kennari í yfir 20 ár kenndi til margra ára við Barnaskólann. Erlingur hefur búið í Osló í um 20 ár og starfar hann þar sem myndhöggvari. Hann segist koma mjög reglulega til Íslands: “Halldór Laxness sagði eitt sinn; “Það er hámenningarloft á Íslandi" og ég er hjartanlega sammála honum," segir Erlingur að lokum.
Sama dag var Erlingur á gangi í fjörunni við Kinnastaði í Þorskafirði og gekk hann þá fram á Arnarfjöður: “Þegar ég tók fjöðrina upp hugsaði ég með mér að þetta væri Laxnessfjöðrin og þetta er sagan á bakvið listaverkið," segir Erlingur.
Eins og áður segir verður listaverkið vígt fyrir framan gamla barnaskólann klukkan 15 á laugardaginn, en Erlingur sem var kennari í yfir 20 ár kenndi til margra ára við Barnaskólann. Erlingur hefur búið í Osló í um 20 ár og starfar hann þar sem myndhöggvari. Hann segist koma mjög reglulega til Íslands: “Halldór Laxness sagði eitt sinn; “Það er hámenningarloft á Íslandi" og ég er hjartanlega sammála honum," segir Erlingur að lokum.