Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langleggjuð könguló: Nýr landnemi á Suðurnesjum?
Þriðjudagur 10. júlí 2007 kl. 10:25

Langleggjuð könguló: Nýr landnemi á Suðurnesjum?

Það kennir ýmissra grasa hjá Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði þessa dagana. Þangað kemur fólk með torkennileg kvikindi sem eru að finnast í híbýlum manna. Köngulóin á með fylgjandi myndum er eitt þeirra dýra sem komið hafa í náttúrustofuna á síðustu dögum.

Talið er að um sé að ræða svokallaða enska könguló, sem fannst við Aðalgötu í Keflavík. Þetta er önnur köngulóin af sömu tegund sem finnst á stuttum tíma í Reykjanesbæ og því spurning um hvort um sé að ræða nýjan landnema á Suðurnesjum.

Það fylgir sögunni að þessi könguló eigi sér baneitraða ættingja og sjálf sé hún eitruð. Hún hefur hins vegar ekki það afl í kjálkum að hún nái að bíta í gegnum húð manna. Þessi könguló nærist m.a. á öðrum köngulóm og náskyldur frændi hennar er "Daddy Long Leg" sem má fræðast um á netinu.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024