Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langar í inngöngu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Laugardagur 25. desember 2010 kl. 17:50

Langar í inngöngu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Björn Geir Másson er 21. árs og starfar hjá Ölgerðinni. Björn sér til þess að alltaf sé nóg til af Egils Matli og Appelsíni hjá bæjarbúum um hátíðarnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
Keyra út jólakort fyrir móðir mína þau sem ekki þarf að setja í póst. Fékk nýlega stöðuhækkun í þessu starfi mínu og er orðinn bílstjóri á meðan litli bróðir skottast með bréfin í lúurnar.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Alls ekki. Sorrý mamma.

Jólamyndin?
Home Alone 2.

Jólatónlistin?
Eins lítið af henni og ég kemst upp með. Jólatónlist er mjög vond tónlist að mínu mati.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Þær voru keyptar í Bandaríkjunum þetta árið.

Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Ætli þær séu ekki í kringum 10 stk.

Ertu vanafastur um jólin?
Get ekki sagt það. Ég þarf samt kartöflusalat með matnum á aðfangadag.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Stiga snjósleði sem ég fékk á síðustu öld. Hef þó ekkert orðið hans var síðan honum var stolið. Sá hann síðast hangandi aftan í jeppabifreið fyrir örfáum árum.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar í inngöngu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég er bjartsýnn á jólunum.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur að hætti mömmu á minn disk ásamt áðurnefndu kartöflusalati.