Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langaði alltaf til að ala upp unga
Fimmtudagur 7. júlí 2005 kl. 16:40

Langaði alltaf til að ala upp unga

„Við vorum ekkert viss með að okkur tækist að klekja ungunum út,“ sögðu vinkonurnar Lilja Björg og Birgitta Ósk en þær hafa tekið ástfóstri á sveimum kríuungum.

Ungarnir sem bera nöfnin Creepy bíbí og Tweety, klöktust út á heimili Birgittu Óskar. Á heimili hennar er eitthvað sem hún kallar hitaherbergi þar sem öll rör í húsinu liggja og þar er því hlítt og notalegt fyrir ungana. Sá fyrr nefndi er viku gamall og hinn er fimm daga gamall.

„Við lásum okkur aðeins til um kríur í fuglabók en annars vitum við voða lítið um þær, frænka mín ól einu sinni upp unga og því veit ég hvað ég á að gera. Mér datt í hug að þeir vildu borða ýsu og orma. Jú og svo fengu ungarnir skötusel heima hjá mér,“ sagði Lilja Björg um ungana.

„Við ætlum að reyna að kenna þeim að borða og fljúga, þessi sem er eldri er nú þegar farin að læra þetta,“ sagði Birgitta Ósk og Lilja Björg velti því fyrir sér hvernig hún myndi kenna kríunum að fljúga. „Ætli við köstum þeim ekki bara upp í loftið og athugum hvort þær fljúgi. Auðvita pössum við að ungarnir meiði sig ekki.“

Það er ekki tekið út með sældinni að ala upp kríuunga. „Ég vakna á morgnana um klukkan átta og gef þeim að borða á klukkustundafresti til klukkan tólf á kvöldin,“ sagði Birgitta Ósk og mamma hennar,  bætti við að þetta kenndi henni ákveðna ábyrgð þar sem hún þyrfti að sjá um ungana og yrði að sjá til þess að þeir fengju sitt.

„Ég á líka önnur gæludýr og þau eru alveg sátt við ungana þegar þeir eru heima hjá mér. En ég held samt kisa frá ungunum,“ sagði Lilja Björg og Birgitta Ósk bætti við að allir væri voða hrifnir af ungunum heim hjá sér.

„Það verður voða sárt þegar þeir fara frá okkur en við ætlum að merkja þá svo við þekkjum þá aftur,“ sagði Birgitta Ósk að lokum.

 

 

Vf-myndir/Margrét

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024