Landvættablót við Garðskagavita 1. desember

Landvættablót verður haldið við Garðskagavita fimmtudaginn 1. desember, Fullveldisdaginn.
Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blótið kl. 18:00 og eftir útiathöfnina verður fjölmennt inn á veitingastaðinn Tvo vita, þar sem boðið er upp á kaffi eða kakó og hægt er að kaupa sér meðlæti.
Allir velkomnir.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				