Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins
Laugardagur 9. júlí 2011 kl. 12:33

Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins

Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer nú fram á Dalvík dagana 6. – 10. Júlí. Mótið byggist uppá póstum og er hver póstur sérstaklega uppbyggður með verkefni. Unglingadeildin Klettur frá björgunarsveitinni Suðurnes eru þátttakendur í landsmótinu.

Í póstunum er farið í allt sem tengist grunnþekkingu björgunarmannsins t.d. sig, klifur, báta, rústabjörgun, leitartækni ofl. Unglingunum er skipt upp í hópa þannig að það séu sem fæstir frá hverri deild fyrir sig saman í hóp, þannig gefst krökkunum tækifæri á að kynnast og oft hefur góð vinátta á milli unglingadeilda myndast í kjölfarið.


Á landsmótinu er landsþing unglinga, það er frábær vettvangur fyrir krakkana til að hafa áhrif á starfsemi unglingamála hjá félaginu.


Í ár munu vera um 400 manns skráðir á mótið og þar af 23 erlendir umsjónarmenn frá verkefninu „Volunteer together“ en þeir voru á Gufuskálum í vikunni þar sem haldin var vinnustofa um rekstur ungliðastarfs í Evrópu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024