Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 22. maí 2001 kl. 10:07

Landsmót SÍSL í Reykjanesbæ

Helgina 1. - 3. júní nk. verður Landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita haldið í Reykjanesbæ.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir mótinu og stendur undirbúningur nú yfir. Mótið verður sett kl. 16 föstudaginn 1. júní á ?. Rúmlega 750 manns eru skráðir á mótið á aldrinum 9 til 20 ára. Lúðrasveitirnar eru 27 frá 17 bæjarfélögum.
„Þetta verður þrusu landsmót“, segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans. „Við ætlum að gera ýmislegt á mótinu og margt sem ekki hefur verið gert áður.“ Á landsmótinu verður í fyrsta skipti sett upp lúðrasveitakeppni þar sem lúðrasveitir keppa sín á milli. Dómari í keppninni er Bjørn Sagstad, norskur hljómsveitastjóri sem að undanförnu hefur æft Lúðrasveit Æskunnar. Sex sveitir eru skráðar til keppni, ein af þeim er D-sveit Tónlistarskólans í Keflavík.
Mótið verður sett með formlegri athöfn á ? 1. júní kl. 16. „Lúðrasveitirnar byrja reyndar að spila kl. 13 um allan Reykjanesbæ“, segir Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á tónleika sem verða haldnir alla helgina í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Mótinu lýkur síðan með stórum tónleikur og samspili allra sveitanna á sunnudeginum kl. 15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Lúðrasveit æskunnar spilar á lokatónleikum mótsins en í henni eru bestu hljóðfæraleikarar á Íslandi á menntaskólaaldri. Björn Sagstad stjórnar sveitinni en valið er í sveitina í lok landmótsins. Til þess að komast í sveitina þarf að þreyta inntökupróf og aðeins 60 komast í sveitina. Í dag eru 16-17 krakkar úr Reykjanesbæ í Lúðrasveit æskunnar. Karen, aðstoðarskólastjóri stjórnar D-sveit lúðrasveitarinnar hér segir mikið af hæfileikaríkum hljóðfæraleikurum í skólanum.
Á meðan landmótið stendur yfir verða ýmsar hljóðfæraverslanir með kynningu á vörum sínum í B-sal íþróttahússins við Sunnubraut
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024