Landnámsdýrin laða að gesti
Landnámsdýragarðurinn á Fitjum laðar að gesti alla daga. Garðurinn var opnaður nú nýverið en þar eru til húsa kálfar, lömb og kiðlingar, auk þess sem þar má sjá landnámshænur og krúttlegar kanínur.
Í landnámsdýragarðinum hefur verið sköpuð skemmtileg umgjörð um dýrin, þar sem áherslan er lögð á að vera með ungviði til sýnis. Þó hefur geithafur verið í garðinum frá opnun. Þá komu tveir kiðlingar í heiminn um helgina og hafa þeir fengið nöfnin Freyja og Týr.
Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima er opinn alla daga frá kl. 9:00 - 17:00.??Tekið er á móti bókunum fyrir leik- og grunnskólahópa í síma 771 7114 en matargjafir eru tímasettar með tilliti til heimsókna.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson