HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Landinn, Dansbikar og London!
Fimmtudagur 17. mars 2011 kl. 10:23

Landinn, Dansbikar og London!

Það er mikið um að vera í Bryn Ballett Akademíunni þessa dagana. Sjónvarpsþátturinn Landinn á RÚV í heimsókn og einnig fara fram upptökur á næstunni í Reykjavík, þar sem dansflokkur BRYN dansar í myndbandi hjá íslensku hljómsveitinni Kiriyama Family. Dansbikar BRYN 2011 fer fram laugardaginn 19. mars kl. 14:00 í Andrews leikhúsinu á Ásbrú sem er næstum 500 sæta leikhús. Í uppsiglingu er dansferð til útlanda, þar sem hópur af 16 ára og eldri nemendum fer til London í apríl.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Dansbikar BRYN er árleg danskeppni nemenda innan Bryn Ballett Akademíunnar þar sem sköpunarkraftur og gleði ræður ríkjum!

Þar fá keppendur að spreyta sig á sviði, skapa sín eigin dansverk í hvaða dansstíl sem er, finna einnig til eigin búninga og tónlist. Fjölmargir nemendur taka þátt og keppt er í aldurshópum 9-11 ára, 12-15 ára og 16 ára og eldri, bæði í einstaklings- og hópakeppni. Medalíur eru veittar fyrir sæti 1-3 í hverjum flokki fyrir sig og farandbikarar fyrir 1. sæti. Sérstök dómnefnd dæmir dansbikarkeppendur. Miðasala er hafin í afgreiðslu listdansskólans, miðaverð er 1000 kr. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum á meðan húsrúm leyfir. Miðasala verður einnig við innganginn á dansbikardeginum, hefst kl. 13:00. Spennandi og skemmtilegur viðburður fyrir alla! Það eru allir hjartanlega velkomnir.

Listdansskóli Reykjanesbæjar er með heimasíðu www.bryn.is og er einnig á feisbúkk.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025