Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Landinn, Dansbikar og London!
Fimmtudagur 17. mars 2011 kl. 10:23

Landinn, Dansbikar og London!

Það er mikið um að vera í Bryn Ballett Akademíunni þessa dagana. Sjónvarpsþátturinn Landinn á RÚV í heimsókn og einnig fara fram upptökur á næstunni í Reykjavík, þar sem dansflokkur BRYN dansar í myndbandi hjá íslensku hljómsveitinni Kiriyama Family. Dansbikar BRYN 2011 fer fram laugardaginn 19. mars kl. 14:00 í Andrews leikhúsinu á Ásbrú sem er næstum 500 sæta leikhús. Í uppsiglingu er dansferð til útlanda, þar sem hópur af 16 ára og eldri nemendum fer til London í apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dansbikar BRYN er árleg danskeppni nemenda innan Bryn Ballett Akademíunnar þar sem sköpunarkraftur og gleði ræður ríkjum!

Þar fá keppendur að spreyta sig á sviði, skapa sín eigin dansverk í hvaða dansstíl sem er, finna einnig til eigin búninga og tónlist. Fjölmargir nemendur taka þátt og keppt er í aldurshópum 9-11 ára, 12-15 ára og 16 ára og eldri, bæði í einstaklings- og hópakeppni. Medalíur eru veittar fyrir sæti 1-3 í hverjum flokki fyrir sig og farandbikarar fyrir 1. sæti. Sérstök dómnefnd dæmir dansbikarkeppendur. Miðasala er hafin í afgreiðslu listdansskólans, miðaverð er 1000 kr. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum á meðan húsrúm leyfir. Miðasala verður einnig við innganginn á dansbikardeginum, hefst kl. 13:00. Spennandi og skemmtilegur viðburður fyrir alla! Það eru allir hjartanlega velkomnir.

Listdansskóli Reykjanesbæjar er með heimasíðu www.bryn.is og er einnig á feisbúkk.