Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

LaiserTag í Fjölbraut
Mánudagur 24. janúar 2011 kl. 09:50

LaiserTag í Fjölbraut

Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku sig til og breyttu skólanum í stríðsvöll á föstudaginn síðasta. Nemendafélagið stóð fyrir Laiser Tag keppni sem hófst um kvöldið en 6 lið kepptu á milli sín og var mikið fjör.

Jón húsvörður fór yfir reglur skólans í byrjun kvölds því keppnin stóð fram eftir kvöldi. Salurinn var þakinn hindrunum, plastpokum og ýmsu fleira sem keppendur gátu falið sig á bakvið en spilað var leikurinn „Death Match“ sem gengur út á að drepa alla í hinu liðinu áður en tíminn er út runninn.

Liðið Fa Kin Su Pah stóð uppi sem sigurvegari en það samanstóð af tólf strákum.
Þeir heita Aron Breki Skúlason, Arnór Svansson, Daði Már Jónsson, Daníel Gíslason, Ellert Björn Ómarsson, Elvar Ingi Ragnarsson, Emil Ragnar Ægisson, Magnús Ari Brynleifsson, Róbert Þór Tobíasson, Sigurður Þór Hallgrímsson, Tómas Jónsson og Ævar Þór Gunnlaugson.

Hægt er að skoða myndagallerí í ljósmyndasafni VF með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurvegarar mótsins en liðið heitir Fa Kin Su Pah.