Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 8. desember 2001 kl. 21:28

Laglausir jólasveinar í íþróttaskóm!

Það vakti athygli þegar kveikt var á jólatrénu í Reykjanesbæ í dag að bæjaryfirvöld höfðu fengið jólasveina til starfa sem ekki höfðu farið í jólasveinaskólann. Auk þess að vera með laust og lafandi skegg og m.a. í íþróttaskóm þá kunnu sveinarnir ekki einföldustu söngtexta eins og „Adam átti syni sjö...“Bæjarstjórinn, Ellert Eiríksson, hristi bara höfuðið þegar jólasveinar dagsins bárust í tal og fannst ekki mikið til þeirra koma frekar en öðrum gestum á samkomunni við Tjarnargötutorg.
Það er mikil upplifun fyrir börnin að sjá þá bræður og verra þegar þeir koma illa undirbúnir og óæfðir af fjöllum!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024