Laglausir jólasveinar í íþróttaskóm!
Það vakti athygli þegar kveikt var á jólatrénu í Reykjanesbæ í dag að bæjaryfirvöld höfðu fengið jólasveina til starfa sem ekki höfðu farið í jólasveinaskólann. Auk þess að vera með laust og lafandi skegg og m.a. í íþróttaskóm þá kunnu sveinarnir ekki einföldustu söngtexta eins og „Adam átti syni sjö...“Bæjarstjórinn, Ellert Eiríksson, hristi bara höfuðið þegar jólasveinar dagsins bárust í tal og fannst ekki mikið til þeirra koma frekar en öðrum gestum á samkomunni við Tjarnargötutorg.
Það er mikil upplifun fyrir börnin að sjá þá bræður og verra þegar þeir koma illa undirbúnir og óæfðir af fjöllum!
Það er mikil upplifun fyrir börnin að sjá þá bræður og verra þegar þeir koma illa undirbúnir og óæfðir af fjöllum!