Lag Elízu kvikmyndinni Eyjafjallajökull
- Syngur inn á Cartier auglýsingu.
Lag tónlistarkonunar Elízu Newman Eyjafjallajökull mun hljóma í samnefndri franskri kvikmynd sem verður frumsýnd þann 2. október 2013 í Evrópu. Þetta er grínmynd sem fjallar um ógöngur fyrrum hjóna við það að reyna að komast heim frá Grikklandi eftir að allt flug er stoppað vegna gossins í Eyjafjallajökli.
Myndin er leikstýrð af Alexandre Coffre og skartar Dany Boon einum vinælasta leikara frakka í aðalhlutverki. Lag Elízu hefur verið endurhljóðblandað fyrir myndina af Thomas Roussel sem semur alla tónlist myndarinnar. Thomas er upprennandi tónskáld í Frakklandi hefur m.a samið óperu fyrir Radio France Philharmonic, tónlist fyrir kvikmyndir, og tónlist fyrir tískurisa eins og Chanel og Karl Lagerfeld. Thomas hafði samband við Elízu og fékk leyfi til að nota lagið í myndinni og endurhljóðblanda það með hennar samþykki. Lagið Eyjafjallajökull mun hljóma sem loka lag myndarinnar.
Hér má sjá kynningarmyndband um myndina: http://www.cinenews.be/en/movies/eyjafjallaj-kull/
Lag Elízu, Eyjafjallajökull vakti mikla athygli árið 2010 þegar hún var gestur á fréttastöðinni Al Jazeera og var beðin um að hjálpa þeim að bera fram nafn jökulsins og flutti þá lagið við mikla lukku. Lagið fór sem eldur um sinu um netheima og varð alþjóðleg frétt á nokkrum dögum þar sem hún birtist m.a á síðum New York Times, Huffington post, the Sun og Telegraph til að nefna nokkra fjölmiðla.
Elíza flutti nýverið heim til Íslands eftir nokkura ára dvöl í London, en hefur ekki setið auðum höndum eftir heimkomuna. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í sumar og er nú að hefja vinnu á fjórðu sóló breiðskífu sinni. Ásamt því hefur Elíza sungið nýverið inn á nýja auglýsingaherferð fyrir skartgripa risan Cartier í Frakklandi. Elíza syngur nýja poppaða útgáfu af laginu I love Paris eftir Cole Porter í auglýsingunni.
Hér má sjá auglýsingu Cartier: