Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lætur hlutina ekki fara í taugarnar á sér
Harpa Rós Guðnadóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 26. september 2022 kl. 08:00

Lætur hlutina ekki fara í taugarnar á sér

Nafn: Harpa Rós Guðnadóttir
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Ræktin, þjálfa hópfimleika og hitta vinkonurnar
Stærsti draumur Hörpu er að „ferðast um heiminn, upplifa ólíka menningarheima og kynnast nýju fólki“. Þá stefnir hún að því að fara í sjúkraþjálfaranám í Danmörku eftir fjölbrautaskóla og vonast til þess að starfa við það í framtíðinni.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

„Ég sakna Skólamats, að fara í íþróttir og hvað það var lítið álag á manni. Ég sakna grunnskóla alveg mikið, er að átta mig á því núna.“

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

„Ég valdi FS því að ég vissi af mörgum krökkum sem voru að fara þangað líka og því félagslífið var spennandi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er helsti kosturinn við FS?

„Stutt að fara og gott að geta sett námið upp sjálfur eftir sínum stefnum og því sem hentar manni.“

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

„Félagslífið er mjög gott, mjög virkt.“

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

„Úff þegar stórt er spurt. Það er enginn einn sem mér dettur í hug en mjög mikið af afreksíþróttakrökkum munu ná langt.“

Hver er fyndnastur í skólanum?

„Það er alltaf gaman í kringum Helenu Mjöll.“

Hvað hræðist þú mest?

„Ég er skíthrædd við geitunga.“

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

„Hvítir Air Force eru alltaf heitir en Skinny Jeans eru ekki alveg málið.“

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

„Uppáhaldslagið mitt er Mine með Beyoncé. Annars er það mjög breytilegt eftir því hvernig stuði ég er í.“

Hver er þinn helsti kostur?

„Ég reyni að vera alltaf jákvæð, læt hlutina ekki fara í taugarnar á mér.“

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

„Klárlega Snapchat og TikTok.“

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

„Ég stefni á sjúkraþjálfaranám í Danmörku eftir framhaldsskóla og svo vonandi að starfa við það í kjölfarið.“

Hver er þinn stærsti draumur?

„Að ferðast um heiminn, upplifa ólíka menningarheima og kynnast nýju fólki.“

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

„Ég myndi segja að ég væri víðsýn. Ég er alltaf opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt.“