Læra á tækni-LEGO í Akurskóla
100 kíló af tæknikubbum verða notuð.
Tækni-LEGO-námskeið verður haldið í Akurskóla næstu þrjá þriðjudaga, 7. okt, 14. okt og 21. okt. Námskeiðið er fyrir nemendur í 1-7. bekk og leiðbeinandi er Jóhann Breiðfjörð. Hann starfaði í fimm ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO (LEGO Technik). Þetta kemur fram á vefsíðu Akurskóla.
Á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og kennt er að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora o.f.l. og fá allir aðstoð við að skapa sín eigin módel.