Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kynntu sér starf leikskóla í Reykjanesbæ
Mynd og frétt frá vefsíðu Reykjanesbæjar.
Fimmtudagur 20. júní 2013 kl. 08:25

Kynntu sér starf leikskóla í Reykjanesbæ

Rúmlega fimmtíu leikskólastjórar úr Reykjavík ásamt starfsfólki skóla og frístundasviðs voru á ferðinni í Reykjanesbæ í síðustu viku. Hópurinn var kominn í heimnsókn til þess að kynna sér starf leikskólanna í bænum.  Skoðaðir voru sjö leikskólar og einnig kynntu leikskólastjórarnir sér starf Keilis og Eldeyjar á Ásbrú. Í lok dagsins var síðan móttaka í Víkingaheimum þar sem leikskólafulltrúi og fræðslustjóri ávörpuðu hópinn.

Að sögn Ingibjargar Bryndísar leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar voru Reykvíkingarnir ánægðir með heimsóknina og báru lof á faglegt starf leikskólanna og móttökur kollega sinna úr Reykjanesbæ.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024