Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kynningarfundur um framlag eldri borgara
Fimmtudagur 27. mars 2008 kl. 16:15

Kynningarfundur um framlag eldri borgara

Eldri borgarar á Íslandi leggja mikið af mörkum til samfélagsins eftir að eftirlaunaaldri er náð. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gerð nýlega, fyrir atbeina Sparisjóðanna á Íslandi, en niðurstöður hennar verða kynntar í Félagsmiðstöð eldri borgara í Reykjanesbæ næsta fimmtudag, 3. apríl.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu segir að markmið rannsóknarinnar hafi verið „að kanna framlag eldri borgara til samfélagsins og einkum það sem ekki verður metið til fjár. Voru niðurstöðurnar um margt merkilegar og kom berlega í ljós að þó fólk hverfi af vinnumarkaði leggur það enn sitt af mörkum til samfélagins með margvíslegum hætti, s.s barnagæslu, aðhlynningu, fjárhagsstuðningi og ýmiss konar aðstoð.“

 

„Oft upplifir fólkið sjálft að þessi verk séu varla þess verð að nefna en ljóst er að fyrir þá sem fá vinnustundir gefins í byggingarframkvæmdum eða eiga foreldra sem geta hlaupið endurtekið undir bagga með barnapössun er þetta oftast ómetanlegur styrkur“ segir Ingibjörg H. Harðardóttir sálfræðingur, en hún vann skýrsluna ásamt þeim Auði Torfadóttur og Amalíu Björnsdóttur.

 

Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á hag eldri borgara og lífsmynstur en meðal annars var spurt um tekjur, heilsu, samskipti við aðra og almenna þátttöku í samfélaginu.

 

Kynningarfundir hafa verið haldnir víða um land að undanförnu, en fundurinn í Reykjanesbæ hefst kl. 17, næsta fimmtudag.

 

Formaður félags eldri borgara setur fundinn, Bryndís Víglundsdóttir flytur aðfararorð og Amalía Björnsdóttir fer síðan  yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

 

Að dagskrárliðum loknum slítur Gísli Jafetsson, frá sparisjóðunum, fundinum. Kaffiveitingar verða í boði Sparisjóðanna.