Kynning á viðburða- og menningardagskrá
Kynning á viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar 2008, verður í Saltfisksetrinu í Grindavík, laugardaginn 23. febrúar, frá kl. 17-19.
Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins og Sigrún Jónsd. Franklín, verkefnastjóri kynna viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur og Saltfisksetursins.
Í boði verða ýmsir menningarviðburðir á árinu s.s.: þjóðháttakynningar, menningar- og sögutengdar göngur, fræðslukvöld, listviðburðir, tónleikar, auk hefðbundinna dagskrárliða, Sjóarans síkáta, Jónsmessugöngu á Þorbjörn o.m.fl. menningarlegt. Sjá má dagskrá á heimsíðu Grindavíkur, www.grindavik.is
Sigrún mun jafnframt kynna gönguverkefnið „Af stað á Reykjanesið“, kynning á gömlum þjóðleiðum, þjóðleiðarbæklingum, skipulögðum ferðum með leiðsögn og gönguhátíð um verslunarmannahelgina. Gerð þjóðleiðarbæklinga var einstaklingsverkefni Sigrúnar, í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Ferðamálasamtök Suðurnesja gefa þá út. Lokaverkefni hennar í náminu var ritið Sagnaslóðir á Reykjanesi I, sem kom út s.l. sumar. Sigrún útskrifast þennan dag með MA í hagnýtri menningarmiðlun og af því tilefni býður hún einnig alla hjartanlega velkomna í Saltfisksetrið.
Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins og Sigrún Jónsd. Franklín, verkefnastjóri kynna viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur og Saltfisksetursins.
Í boði verða ýmsir menningarviðburðir á árinu s.s.: þjóðháttakynningar, menningar- og sögutengdar göngur, fræðslukvöld, listviðburðir, tónleikar, auk hefðbundinna dagskrárliða, Sjóarans síkáta, Jónsmessugöngu á Þorbjörn o.m.fl. menningarlegt. Sjá má dagskrá á heimsíðu Grindavíkur, www.grindavik.is
Sigrún mun jafnframt kynna gönguverkefnið „Af stað á Reykjanesið“, kynning á gömlum þjóðleiðum, þjóðleiðarbæklingum, skipulögðum ferðum með leiðsögn og gönguhátíð um verslunarmannahelgina. Gerð þjóðleiðarbæklinga var einstaklingsverkefni Sigrúnar, í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Ferðamálasamtök Suðurnesja gefa þá út. Lokaverkefni hennar í náminu var ritið Sagnaslóðir á Reykjanesi I, sem kom út s.l. sumar. Sigrún útskrifast þennan dag með MA í hagnýtri menningarmiðlun og af því tilefni býður hún einnig alla hjartanlega velkomna í Saltfisksetrið.