Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kynjaverur á kreiki
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 16:15

Kynjaverur á kreiki



Í dag er einn stærsti nammidagur ársins og reikna má með að einhverjir fari þreyttir að sofa í kvöld eftir nammileiðangra dagsins, kröftugan tunnslátt og annan hamagang sem tilheyrir þessum skemmtilega degi.
Sem fyrr mátti sjá hin skrautlegustu gervi, kynjaverur ýmiskonar, ófrýnilegar nornir, prinsessur, sjóræningja og hasarhetjur kvikmyndanna á ferð um götur bæjarins í dag.

Heiti dagsins mun eiga uppruna sinn í fornum katólskum sið sem fólst í því að ösku var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta. Sú veðurtrú er tengd deginum að hann eigi 18 bræður með líkri veðráttu en skiptar skoðanir eru um hvaða 18 dagar það séu, að því  er segir í bókinni Sögu daganna eftir Árna Björnsson.

Ellert Grétarsson tók meðfylgjandi myndir í Reykjneshöll í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024