Kvöldstund með kórnum - Sólmundur og góðir gestir
Sólmundur Friðriksson tónlistarmaður og félagi í Kór Keflavíkurkirkju mun flytja frumsamið efni með góðum gestum á næstu kvöldstund með kórnum sem haldin verður í Kirkjulundi annað kvöld þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00.
Fram koma Agnes Sólmundsdóttir – söngur, fiðla, Arnór Vilbergsson – píanó, Bjarni Geir Bjarnason – bassi, Birna Rúnarsdóttir – þverflauta, Elmar Þór Hauksson – söngur, Eiríkur Hilmisson – gítar, munnharpa, Hildur Sólmundsdóttir – söngur, Kristján Jóhannson – ásláttur, Kór Keflavíkurkirkju – söngur, Petrea Mist Sólmundsdóttir – söngur, Sara Dögg Gylfadóttir - þverflauta, Sólmundur Friðriksson – söngur, bassi, Sonny Boy Fredriksson – söngur, gítar.
Það verður því létt og fjölbreytileg kaffihúsastemning í kirkjunni, heitt á könnunni og með því.
Allir velkomnir en kórinn safnar frjálsum framlögum í ferðasjóð.