Kvöddu eftir 189 ára starf
Nokkrir af framkvæmdastjórum Reykjanesbæjar kvöddu formlega um nýliðin mánaðamót eftir samtals 189 ára starf.
Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri, hætti eftir 18 ára starf hjá Reykjanesbæ. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri, eftir 44 ára starf, Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari, eftir 29 ára starf, Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs, sem lætur af störfum um næstu mánaðarmót, eftir 40 ára starf og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, eftir 28 ára starf.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, kvaddi þá formlega og færði þeim þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa. Við sama tækifæri voru nýir framkvæmdadstjórar boðnir velkomnir.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri í Merkinesi, einum af sölum Hljómahallar.
Gamlir og nýir framkvæmdastjórar Reykjanesbæjar í hófi sem bæjarstjóri hélt þeim í Merkinesi á dögunum.