Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 4. desember 2000 kl. 06:04

Kvikmyndaverðlaunum hampað í Leifsstöð

Ingvar E. Sigurðsson leikari kom til landsins í dag með verðlaunagripinn sem hann hlaut á evrópsku kvikmyndahátíðinni fyrir leik sinn í Englum alheimsins.
Ingvar hampaði gripnum í Leifsstöð í dag fyrir útsendara Stöðvar tvö og Víkurfrétta. Hann sagðist í samtali við vf.is vera ánægður með verðlaunin þó svo hann vissi ekki hvaða þýðingu þau hefðu fyrir hann í framtíðinni. Hann væri upptekinn af leikhúsinu í dag en þyrfti eflaust að fylgja viðurkenningunni eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024