Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kvennasveitin Dagbjörg kemur saman á ný eftir sumarfrí
Mánudagur 30. ágúst 2004 kl. 08:48

Kvennasveitin Dagbjörg kemur saman á ný eftir sumarfrí

Dagbjörg var með tvo fundi eftir stofnfundinn í vor og var seinasti fundurinn skemmtifundur þar sem við fengum kennara í Country dansi  og gerðum okkur glaðan dag  eftir alla vinnunna að koma sveitinni á laggirnar.
Sveitin sem var stofnuð 16. apríl hefur nú þegar tekið þátt í tveimur verkefnum fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg önnur könnunin var gerð 30. apríl  þar sem 6 konur úr sveitinni fóru í 3 leikskóla í bænum og könnuðu öryggi barna í bílum. Tekið var á móti foreldrum þegar þeir mættu með börnin kl. 08:00 að morgni í leikskólann í úrhellis rigningu.
Kannað var hvort börnin væru í bílbeltum að bílstólarnir væru í lagi einnig að allir í bílnum væru vel spenntir. Könnunin gekk í alla staði mjög vel og var það samdóma álit kvennanna að foreldrar og börn ættu heiður skilið fyrir þolinmæðina og kurteisina í  þeirra garð. En alltaf má gera betur t.d var barn laust afturí í sendibíl og börn ekki alltaf spennt og þá sérstaklega ef stutt var frá heimili til skóla.
Önnur könnun var gerð þann  21. ágúst á hjálma notkun barna og fullorðna, kom sú könnum svo vægt sé til orða tekið mjög illa út og taldist það til undantekningar að börn eða fullorðnir væru með hjálma.
Verðum við foreldrar að taka okkur á og vera fyrirmynd barna okkar í þessum málum.
Fyrsta verkefnið hjá sveitinni okkur í haust er Ljósanótt þar sem við verðum með kaffihlaðborð til styrktar Björgunarsveitinni Suðurnes
í Framsóknarhúsinu laugardaginn 4. sept  kl.14.00 til 18.00 og eru allir velkomnir.
Næsti formlegi fundur verður svo í byrjun október bjóðum við nýja meðlimi velkomna


Upplýsingar um kvennasveitina Dagbjörgu má fá á heimasíðu
Björgunarsveitarinnar Suðurnes sem er   www.bjsudurnes.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024