Kvennakvöld í Reykjanesbæ í kvöld
Kvennakvöld Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ verður haldið í kvöld, fimmtudag á kosningaskrifstofu Oddnýjar Harðardóttur, að Hafnargötu 31, 2.hæð.
Kvöldið byrjar kl. 20 og verður boðið upp á léttar veitingar, hljómsveitina Eldar og góðan félagsskap.
„Við hvetjum allar konur til að mæta flokksbundnar sem óflokksbundnar til að heyra hvað Oddný hefur fram að færa og hvers vegna eigi að velja hana í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar,“ segir í tilkynningu.