Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kvennakór Suðurnesja með fimm tónleika í maí - þeir fyrstu í kvöld
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 14:28

Kvennakór Suðurnesja með fimm tónleika í maí - þeir fyrstu í kvöld

Það verður nóg um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja á næstunni, en kórinn mun syngja á fimm tónleikum í maí. Kórinn heldur vortónleika í Listasmiðjunni á Ásbrú mánudaginn 3. maí og í Bíósal Duushúsa miðvikudaginn 5. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 20 bæði kvöldin.

Kórinn mun flytja nokkur létt og skemmtileg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Þórarins Eldjárns en auk þess verða flutt lög úr óperum, dægurlög og kirkjuleg verk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Helgina 7. – 9. maí fer kórinn til Akureyrar þar sem hann mun halda tónleika ásamt Kvennakór Akureyrar í Laugaborg í Eyjafirði laugardaginn 8. maí kl. 17.


Laugardaginn 15. maí syngur kvennakórinn síðan á tónleikum í Bíósalnum ásamt Átthagakór Strandamanna og miðvikudaginn 19. maí tekur kórinn þátt í minningartónleikum sem haldnir verða um Siguróla Geirsson.


Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Miðaverði á vortónleikana er stillt í hóf en það er aðeins kr. 1000 og verður miðasala við innganginn.