Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kvennakór Suðurnesja fagnaði 35 ára afmæli
Mánudagur 24. febrúar 2003 kl. 11:04

Kvennakór Suðurnesja fagnaði 35 ára afmæli

Kvennakór Suðurnesja fagnaði 35 ára afmæli um helgina með kaffisamsæti í Reykjanesbæ. Kórinn var stofnaður 22. febrúar 1968 og er elsti starfandi kvennakór á landinu. Fyrsti formaður kórsins var Jóhanna Kristinsdóttir. Núverandi formaður er Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.Stjórnandi kórsins í dag er Krisztina Kalló Szklenárné. Kórinn mun halda vortónleika í byrjun maí, væntanlega tvenna tónleika í Njarðvíkurkirkju og eina í Reykjavík. Vorið 2004 er stefnt á söngferðalag til Ungverjalands.

Nokkrum konum var þakkað áratuga starf með kórnum, en þær höfðu allar
starfað með kórnum um og yfir 30 ár. Þetta eru þær Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Kristín Waage (sem var í fyrstu stjórn kórsins), Hrefna Sigurðardóttir og Helga Gunnólfsdóttir. Einnig var Kristínu Guðbrandsdóttur færð þakkargjöf, en hún hefur, auk þess að starfa lengi með kórnum, lagt fram ómælda vinnu við saumaskap á búningum kórsins.

Fleiri myndir frá afmælinu í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024