Kvennahlaupið fór vel fram
 Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í morgun.  Hlaupið var í öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum. Í Vogum var hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni sem og í Garði og Sandgerði, en í Reykjanesbæ var hlaupið frá Holtaskóla og í Grindavík var hlaupið frá Sundlauginni. Myndin var tekin þegar konur á öllum aldri voru að koma í mark í Reykjanesbæ.
Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í morgun.  Hlaupið var í öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum. Í Vogum var hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni sem og í Garði og Sandgerði, en í Reykjanesbæ var hlaupið frá Holtaskóla og í Grindavík var hlaupið frá Sundlauginni. Myndin var tekin þegar konur á öllum aldri voru að koma í mark í Reykjanesbæ.Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ mun fara fram á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis en árlega taka um 18.000 konur á öllum aldri þátt. Meginmarkmið hlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Konur eru hvattar til að vera á iði ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta aðra daga ársins. Allar konur geta tekið þátt í kvennahlaupinu á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu.
Í ár er yfirskrift Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ: „Hvert skref skiptir máli. ÍSÍ og UNIFEM á Íslandi hafa skrifað undir samstarfssamning með það að markmiði að vekja athygli á starfi UNIFEM í þágu kvenna, sérstaklega í Afganistan, og hvetja íslenskar konur til að sýna samstöðu með mannréttindum kvenna um leið og þær efla eigin heilsu. 50 kr. af hverjum seldum bol mun renna til UNIFEM.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				