Kvennahlaupið fór vel fram
Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í morgun. Hlaupið var í öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum. Í Vogum var hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni sem og í Garði og Sandgerði, en í Reykjanesbæ var hlaupið frá Holtaskóla og í Grindavík var hlaupið frá Sundlauginni. Myndin var tekin þegar konur á öllum aldri voru að koma í mark í Reykjanesbæ.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ mun fara fram á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis en árlega taka um 18.000 konur á öllum aldri þátt. Meginmarkmið hlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Konur eru hvattar til að vera á iði ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta aðra daga ársins. Allar konur geta tekið þátt í kvennahlaupinu á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu.
Í ár er yfirskrift Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ: „Hvert skref skiptir máli. ÍSÍ og UNIFEM á Íslandi hafa skrifað undir samstarfssamning með það að markmiði að vekja athygli á starfi UNIFEM í þágu kvenna, sérstaklega í Afganistan, og hvetja íslenskar konur til að sýna samstöðu með mannréttindum kvenna um leið og þær efla eigin heilsu. 50 kr. af hverjum seldum bol mun renna til UNIFEM.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ mun fara fram á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis en árlega taka um 18.000 konur á öllum aldri þátt. Meginmarkmið hlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Konur eru hvattar til að vera á iði ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta aðra daga ársins. Allar konur geta tekið þátt í kvennahlaupinu á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu.
Í ár er yfirskrift Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ: „Hvert skref skiptir máli. ÍSÍ og UNIFEM á Íslandi hafa skrifað undir samstarfssamning með það að markmiði að vekja athygli á starfi UNIFEM í þágu kvenna, sérstaklega í Afganistan, og hvetja íslenskar konur til að sýna samstöðu með mannréttindum kvenna um leið og þær efla eigin heilsu. 50 kr. af hverjum seldum bol mun renna til UNIFEM.