Kvennahlaupið er í dag
Hið árlega kvennahlaup er í dag. Einkunnarorð þess eru Heilbrigt hugarfar - hraustar konur en inntakið er að láta sér líða vel og láta ekki kröfur um staðalímyndir ræna sig gleðinni.
Í Reykjanesbæ verður hlaupið frá Sundmiðstöðinni kl. 11.
Sömuleiðis verður hlaupið frá sundmiðstöðinni í Grindavík og íþróttahúsunum í Sandgerði, Garði og Vogum.
Boðið er uppá þrjár vegalengdir 2 - 3,5 og 7 km og er þátttakendum í sjálfsvald sett hvort þeir vilja hlaupa eða ganga.