Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 11. mars 1999 kl. 21:53

KVENNAATHVARFIÐ Í KEFLAVÍK

Samtök um kvennaathvarf verða með fræðslu og kynningarfund í Keflavík miðvikudagskvöldið 17. mars kl. 20:30 á Flughóteli. Fundurinn er liður í viðamiklu fræðslu- og kynningarátaki sem Samtökin standa fyrir, sem hófst 22. janúar og stendur fram til loka mars. Markmið átaksins er að ná til fólks á öllu landinu, kynna Kvennaathvarfið og starfsemi þess og efla fræðslu og umræðu um ofbeldi innan fjölskyldna og auka skilning á eðli þess og afleiðingum. Átakið er í formi opinna funda og var upphafsfundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 22. janúar sl. en í framhaldi af honum var haldið út á landsbyggðina. Á fundinum í Keflavík þann 17. mars verða tveir fulltrúar frá Samtökum um kvennaathvarf með erindi en einnig gert ráð fyrir umræðum. Allir velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024