Kvenfélagskonur í Vogum blóta þorra
Kvenfélagskonur í Fjólu í Vogum ætla að blóta þorrann nú um helgina með þorrablóti í Tjarnarsal Stóru Vogaskóla. Blótið verður haldið á laugardagskvöld þar sem Gísli Einarsson úr Landanum fer með veislustjórn. Boðið verður upp á heimatilbúin skemmtiatriði og þá mun hljómsveitin Bógus halda uppi stuði fram eftir nóttu.
	Múlakaffi sér um þorramatinn og þeir sem ekki hafa tryggt sér miða geta haft samband við Guðrúnu í síma 898-6534 og Elsu Láru í síma 822-3572.
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				