Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kvenfélag Keflavíkur gefur barnasjúkrarúm
Föstudagur 24. október 2003 kl. 15:34

Kvenfélag Keflavíkur gefur barnasjúkrarúm

Í dag gaf Kvenfélag Keflavíkur fimm barnasjúkrarúm til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Að venju er mikil starfsemi hjá Kvenfélagi Keflavíkur og er jólakortasalan nú þegar hafin, en það er ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Framundan er fjölbreytt félagsstarf Kvenfélagsins og meðal viðburða er hin árlega aðventuhátíð aldraðra sem fram fer í Stapanum í Njarðvík þann 30. nóvember nk.

VF-ljósmynd/JKK: Á myndinni afhendir Ragnhildur Ragnarsdóttir formaður Kvenfélags Keflavíkur Sigríði Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra HSS gjöfina og má sjá barnasjúkrarúmin í baksýn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024