Miðvikudagur 30. nóvember 2016 kl. 13:06
Kveikja á jólatrénu í Sandgerði á laugardag
Ljósin verða tendruð á jólatré Sandgerðisbæjar næsta laugardag, 3. desember, klukkan 17:00. Við athöfnina mun Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri flytja ávarp, barnakór Sandgerðis taka lagið og Skjóða og jólasveinarnir kíkja í heimsókn. Kvenfélagið Hvöt býður upp á kakó og piparkökur.