Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kveðja - lög eftir Elvar Bragason
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 09:21

Kveðja - lög eftir Elvar Bragason

Um þessar mundir eru samtökin Lífsýn forvarnir og fræðsla að kynna nýjan geisladisk sem kom út 10. Október s.l.  Diskurinn heitir KVEÐJA og er afrakstur af forvarnarverkefni sem ber heitir „Ég skipti máli“ þar sem tóku þátt um 22 einstaklingar, 10 ungmenni á aldrinum 10-25 ára og gestir sem eru m.a. landsþekktir söngvarar t.d. Matti Matt, Magni Ásgeirs, Eyjólfur Kristjánsson, Svava Steingrímsdóttir, Sigurður Helgi Illugason, Ína Valgerður Pétursdóttir, Ásthildur Þorsteinsdóttir o.fl.

Á disknum er að finna 11 lög og texta eftir Húsvíkinginn Elvar Bragason í flutningi nemenda Tónasmiðju Lífsýnar og gesta þeirra.  Undanfarin 6 ár hefur Elvar Bragason verið að starfrækja fræðslu og forvarnarstarf fyrir ungt fólk sem hefur orðið fyrir einelti eða öðru mótlæti í lífinu og er hann ráðgjafi og  forstöðumaður hjá samtökunum .

„Diskurinn „KVEÐJA“ er hluti af okkar öfluga forvarnarstarfi sem við höfum verið að vinna  meðal ungmenna 10 til 25 ára,... segir Elvar..  þar sem ungu fólki gefst tækifæri að vinna í sinni sjálfsmynd útfrá þeirra áhugasviði og hafa krakkarnir sem tóku þátt í þessu verkefni mörg hver verið hjá okkur í Tónasmiðjunni og var þetta liður í því að styrkja þau í gegnum þeirra áhugamál sem er tónlist og söngur“.

Diskurinn er gefin út  til minningar um allt það góða fólk sem hefur tekið líf sitt og látið lífið langt fyrir aldur fram.

Sendu okkur póst [email protected] og við sendum þér disk.

Síminn er 7714474

Frekari upplýsingar um starfsemi samtakanna er að finna á heimasíðum þeirra:  lifsyn.is  og  tonasmidjan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024