Kryddjurtarækt fyrir byrjendur í Bókasafni Reykjanesbæjar
Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, kemur í Bókasafn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 12. apríl klukkan 19.30. Þar mun hún kynna bókina og efni hennar fyrir gestum. Auður er ástríðuræktandi og í bókinni gefur hún einföld og gagnleg ráð um ræktun nokkurra algengra kryddjurta. Í bókinni er einnig að finna gagnleg ráð til að búa til eigin sápur, mauk, olíur og aðferðir til að elda úr jurtunum.
Auður heldur utan um fésbókarhópinn Áhugafólk um kryddjurtaræktun og hefur stýrt sjónvarpsþætti á Hringbraut um sama efni.
Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir