Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 21. nóvember 2000 kl. 09:46

Krummaskuðið slær í gegn

Sýningar á leikritinu Krummaskuði sem Leikfélag Keflavíkur hefur sýnt í Frumleikhúsinu hafa gengið mjög vel enda er um góða fjölskyldu skemmtun að ræða. Síðast liðinn sunnudag var uppselt og þurftu nokkrir frá að hverfa Uppistaðan í leikara hópnum eru unglingar úr grunnskólum Reykjanesbæjar og standa þau sig öll vel og er þar að skila sér unglingastarf leikfélagsins svo og leiklistarstarf skólana sem hefur verið öflugt undan farin ár. Nú fer sýningum fækkandi þar sem leikararnir fara brátt að lesa fyrir jólaprófin. Næstu sýningar verða fimmtudaginn 23.nóv kl. 20, laugardaginn 25. nóv kl 17 og sunnudaginn 26. nóv kl 17. Nú er um að gera fyrir alla fjölskylduna að skella sér í leikhús og slá þar með tvær flugur í einu höggi, styðja við öflugt unglingastarf og skemmta sér saman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024