Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krónprinsinn bauð norskt súkkulaði á Langahrygg
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Hákon Magnús krónprins Noregs á Langahrygg með hraunfoss niður í Nátthaga í baksýn. Ljósmyndir af vef forsetaembættisins
Sunnudagur 23. október 2022 kl. 08:52

Krónprinsinn bauð norskt súkkulaði á Langahrygg

Hákon, krónprins Noregs, var gestur Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í síðustu viku. Hákon og Guðni gengu meðal annars að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í mikilli veðurblíðu og nutum leiðsagnar Kristínar Jónsdóttur eldfjallafræðings.

„Uppi á Langahrygg dró krónprinsinn indælis norskt súkkulaði upp úr bakpoka sínum og deildi með okkur ferðafélögunum. Mér er óhætt að segja að Hákoni fannst mikið til staðhátta koma þarna,“ segir Guðni Th. í færslu á fésbókarsíðu forsetaembættisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Hákon Magnús krónprins Noregs og Kristín Jónsdóttir eldfjallafræðingur, sem var leiðsögumaður í ferðinni um gosstöðvarnar.