Kristrún kveður
Kristrún Bogadóttir kvaddi samstarfskonur sínar á Leikskólanum við Dalbraut í Grindavík, sl. föstudag en hún hefur starfað þar síðan 1981. Kristrún gaf leikskólanum andvirði íþróttavagns en í honum eru tæki sem nota má til að stuðla að aukinni hreyfigetu barna.
„Ég er að fara að vinna í eldhúsinu á Hæfingarstöðinni í Keflavík og hlakka mikið til en ég kveð gamla starfið með söknuði. Ég á örugglega eftir að koma í heimsókn á leikskólann“, sagði Kristrún á þessum tímamótum.
„Ég er að fara að vinna í eldhúsinu á Hæfingarstöðinni í Keflavík og hlakka mikið til en ég kveð gamla starfið með söknuði. Ég á örugglega eftir að koma í heimsókn á leikskólann“, sagði Kristrún á þessum tímamótum.