Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krissi lögga tilnefndur til Foreldraverðlauna
Sunnudagur 20. júní 2010 kl. 10:48

Krissi lögga tilnefndur til Foreldraverðlauna

Kristján Geirsson eða Krissi lögga sem skólabörn í Reykjanesbæ og margir fleiri þekkja, var tilnefndur til foreldraverðlaunana Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra sem voru afhent í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Krissi hefur unnið ötullega að forvörnum í Reykjanesbæ í starfi sínu sem lögreglumaður. Hann sinnir öllum aldurshópum grunnskólabarna og einnig leik- og framhaldsskóla. Hann mætir með Lúlla  löggubangsa til að spjalla við yngstu börnin um hætturnar í umferðinni. Hann hefur ásamt fleirum flutt  fræðsluerindi um örugga netnotkun. Hann skoðar reiðhjól grunnskólabarna og leiðbeinir með hjálmanotkun.  Krissi aðstoðar félagasamtök að afhenda nemendum gjafir eins og endurskinsvesti og reiðhjólahjálma og nýtir hvert  tækifæri til að hvetja börnin til að gæta sín í umferðinni og á netinu.   Það eru fjölmörg verkefni sem Krissi hefur komið nálægt og tengjast forvörnum í Reykjanesbæ.


Á meðfylgjandi mynd er Kristján ásamt Katrínu Jakobsdóttur við tilnefninguna.